• show blocks helper
      
Heim / Ráðleggingar / Afhverju eru Nano og Metcons hentugir fyrir Crossfit og alhliða líkamsrækt?

Afhverju eru Nano og Metcons hentugir fyrir Crossfit og alhliða líkamsrækt?

Við fáum sífellt spurningar hvað það er við skó eins og Reebok Nano og Nike Metcon sem gerir þá hentuga fyrir m.a Crossfit iðkun. Við byrjum yfirleitt á því að taka það fram að þeir henti ekki einungis vel fyrir hreyfingu eins og Crossfit flesta aðra innandyra líkamsrækt sem felur í sér blöndu af því að lyfta lóðum, hlaupa, hoppa og svo framvegis. 

Hér förum við yfir helstu punktana sem aðgreinir þessa skó frá öðrum og lýsir því afhverju þeir henta betur:

Flatur botn

Með því að hafa botninn alveg flatan eða svo gott sem alveg flatan eru fæturnir í betri stöðu og ná betri spyrnu við jörðina í æfingum eins og réttstöðulyftu, jafnhendingu, axlapressum og fleiri æfingum.

Fjólubláir 3

Stöðugleiki

Þessir skór eru hannaðir til að vera gríðarlega stöðugir svo hægt sé að taka hnébeygjur í þeim án þess að þeir velti til hliðanna eins og margir skór myndu gera eins og t.d. hlaupaskór og aðrir skór með grennri botn.

rich-froning-pistol

Engin dempun í hælnum

Það sem einkennir marga „handbolta-„, hlaupa- og hefðbunda æfingaskó er að þeir eru með mjúkan hæl því eitt það helsta sem þessir skór eiga að gera er að veita stuðning í hlaupum. Í Crossfit og öðrum hefðbundnum líkamsræktar æfingum er ekki eins mikil þörf á því þar sem yfirleitt er ekki verið að hlaupa marga kílómetra á hverri æfingu. Dempunin í þessum skóm gerir það að verkum að ef hnébeygjur eru framkvæmdar í þeim þá eyðileggst botninn með tímanum, burtséð frá því hvað dempunin gerir skónna óstöðuga í hnébeygjum.

Vel byggðir

Skórnir eru hannaðir til að geta lifað af við erfiðar aðstæður. Kaðlaklifur, þungar hnébeygjur, hlaup, ýta þungum sleðum og svo framvegis. Ekki er enn komin mikil reynsla á endingu á Nike Metcon skónum þar sem þeir eru tiltölulega nýjir en Reebok Nano skórnir hafa ennst alveg hrikalega vel, sérstaklega þá Reebok Nano 4 en þeir virðast geta lifað af kjarnorkusprengju.

Metcon myndir-9

 

——–

En hver er þá munurinn á Reebok Nano, Metcon og svo lyftingaskóm?

Það sem aðgreinir lyftingaskó frá Nano og Metcon er:

  • Flestir lyftingaskór eru ekki hannaðir í hlaup
  • Lyftingaskór eru með 1.5-2.5cm upphækkaðan hæl sem hentar vel í þungar hnébeygjur og sérstaklega ólympískar lyftingar (snörun, jafnhending)
  • Botninn á lyftingaskóm er enn flatari og stífari