Heim / Archive by Category "Íslandsmótið í Crossfit"

Archives

Úrslit Íslandsmótsins 2015 – Spá þjálfaranna

Í gær birtum við niðurstöður úr könnun á Crossfit samfélaginu þar sem við spurðum samfélagið útí hver verður Íslandsmeistari í Crossfit um komandi helgi.  Einnig tókum við púlsinn á 28 mismunandi Crossift þjálfurum þar sem við spurðum sömu spurninga og báðum þessa þjálfara að raða keppendum í toppsætin á komandi móti. Þjálfarar staðfestu að mestu leyti það sem Crossfit samfélagið hefur spáð – Björgvin Karl og Ragnheiður Sara verða Íslandsmeistarar um helgina. Helstu breytingar eru m.a þær að þjálfarar eru á því að Sigurður Hafsteinn hreppi þriðja sætið og Jakob Daníel taki það sjötta en ekki þriðja. Kvennamegin spáðu þjálfararnir nákvæmlega það sama í fyrstu 5 sætunum og samfélagið. Taka skal fram að við framkvæmd könnunarinnar til þjálfaranna urðu smávægileg mistök þar sem nokkur nöfn gleymdust í…

Úrslit Íslandsmótsins 2015 – Spá samfélagsins

Crossfit Samband Íslands efndi til  undankeppni í anda Crossfit Games Open til að skera úr um hvaða aðilar fengju þátttökurétt á Íslandsmótinu í Crossfit 13. til 15. nóvember. Eftir þessar undankeppni fengu efstu 37 einstaklingar í opnum karlaflokki og 35 í opnum kvennaflokki þátttökurétt á mótinu. Við leituðum ráða hjá Crossfit samfélaginu með spurningakönnun þar sem 87 manns svöruðu spurningunni um hver verður Íslandsmeistari um komandi helgi. Um stigagjöfina: Hver og einn þátttakandi í könnuninni gat raðað einstaklingunum upp í efstu 10 sætin. 1. sæti gaf 10 stig, 2. sæti gaf 9 stig og 10. sæti gaf 1 stig. Fullt hús stiga er því 870 stig ef allir 87 svarendur kusu viðkomandi einstakling í 1. sæti. Úrslit í karlaflokki: Úrslit í kvennaflokki:   Það er því ljóst að Crossfit samfélagið er á…

Rýnt í tölurnar í kvennaflokki

Eftir 4 daga hefst Íslandsmótið í Crossfit. Fyrir stuttu rýndum við í tölurnar í karlaflokki og nú er það komið að efstu 10 í kvennaflokki miðað við spá Crossfit þjálfara landsins. Búið er að gefa út að í ár verður snörunarstiginn endurtekinn frá árinu 2012 . Því er forvitnilegt að skoða þessar tölur með það í huga en meðalþyngdin í snörun hjá efstu stelpunum er um 76 kg sem er eflaust 5-10 kg hærri en fyrir tveimur árum. Katrín Tanja og Ragnheiður Sara eru líklegastar í þessari grein þar sem þær eru báðar með yfir 80 kg í snörun en Katrin Tanja á 84 í svokallaðri “high hang” snörun en 82,5 frá gólfi. Fæstar stelpurnar virtust muna eftir, eða eiga tiltölulega nýlegan hlaupatíma en fyrsta greinin á mótinu…

Vika í Íslandsmót – rýnt í tölurnar í karlaflokki

Nú þegar rétt rúm vika er í Íslandsmótið í Crossfit þá ætlum við að fylgja eftir þjálfarakosningunni þar sem Crossfit þjálfarar landsins röðuðu einstaklingum upp í efstu 10 sætin á komandi móti. Ath: Þegar talað verður hér um topp 10 og svo framvegis er verið að vísa í spá þjálfaranna á úrslit mótsins. Við gerðum smá könnun á helstu tölum hjá efstu 11 keppendum í karlaflokki tli að geta rýnt aðeins betur í tölurnar hjá þeim. Tveir keppendur í topp 10 munu ekki taka þátt – Frosti Gylfason sem hefur verið að glíma við meiðsl og Jón Þór Þorvaldsson úr Crossfit Hafnarfirði sem verður staddur erlendis þegar mótið er. Hér í töflunni fyrir neðan má sjá helstu niðurstöður:   Miðað við fyrri spá þjálfaranna í karlaflokki virðist…

Úrslit Íslandsmótsins – Spá þjálfaranna

Crossfit Samband Íslands efndi til þriggja vikna keppni í anda Crossfit Games Open til að skera úr um hvaða aðilar fengju þátttökurétt á Íslandsmótinu í Crossfit 29. október til 1. nóvember. Eftir þessar þrjár vikur þar sem eitt wod var tekið í viku fengu efstu 30 einstaklingar í karla og kvennaflokki þátttökurétt á mótinu. Wodbúð leitaði til Crossfit þjálfara landsins til að fá þeirra álit á hvaða einstaklingar myndu standa sig best á mótinu. 25 þjálfarar svöruðu könnuninni þar sem þeir voru beðnir um að spá fyrir um efstu 10 sætin í karla og kvennaflokk. Úr þeim upplýsingum var síðan hægt að reikna út hvaða einstaklingar þykja líklegastir til að hampa Íslandsmeistaratitlinum eftirsótta miðað við spá þjálfara. Um stigagjöfina:  Hver og einn þjálfari gat raðað einstaklingunum…