Heim / Archive by Category "Ráðleggingar"

Archives

Topp 8 hlutir til að gefa Crossfittaranum í jólagjöf

Nú þegar aðeins 15 dagar eru til jóla er ekki seinna vænna en að fara að huga að jólagjöfum. Ef þig vantar hugmynd um hvað þú getur gefið fjölskyldumeðlim, vininum eða makanum sem æfir Crossfit í jólagjöf – þá erum við nokkrar góðar og vonandi hjálplegar ráðleggingar fyrir þig. Stærri gjafir Lyftingaskór Það sem flestum crossfit iðkendum vantar í æfingatöskuna eru lyftingaskór, en þeir koma yfirleitt á eftir venjulegum æfingaskóm í forgangsröðinni og því eru margir sem láta það ekki eftir sér að kaupa slíka skó. Slíkir skór koma að góðum notum í ýmsum æfingum eins og hnébeygjum, ólympískum lyftingum ofl. Skórnir ýta undir góða líkamsbeitingu, veita stöðugleika og hjálpa til þegar stirðleiki er til staðar í ökklum.  Við mælum með: Adidas Power Perfect Adidas Adipower…

Tvöföld sipp – Ráðleggingar frá þjálfara

Það að þú sért að lesa þennan texta gefur til kynna að tvöfalda sippið sé að valda þér vandræðum. Það er ekki óskiljanlegt þar sem flestir alast upp við að taka einfalt snúsnú í hádeginu í grunnskóla en aldrei tvöfalt sipp. Þessi æfing er sífelldur höfuðverkur fyrir marga en við höfðum samband við Kolbein Elí, þjálfara hjá Reebok Crossfit Reykjavík og fengum góð ráð hjá honum sem hentar byrjendum sem og lengri komum. Við skiptum þessum punktun hjá honum upp í tvo flokka, almenn heilræði annars vegar og hvað ber að varast hinsvegar (mistök). Mikilvægt er: Að halda olnboganum nálægt líkamanum Hoppa nægilega hátt Nota úlnliðinn til að snúa bandinu en ekki hendina Helstu mistökin eru: Reyna að ná tvöföldum snúning með hendinni en ekki með því…

Afhverju eru Nano og Metcons hentugir fyrir Crossfit og alhliða líkamsrækt?

Við fáum sífellt spurningar hvað það er við skó eins og Reebok Nano og Nike Metcon sem gerir þá hentuga fyrir m.a Crossfit iðkun. Við byrjum yfirleitt á því að taka það fram að þeir henti ekki einungis vel fyrir hreyfingu eins og Crossfit flesta aðra innandyra líkamsrækt sem felur í sér blöndu af því að lyfta lóðum, hlaupa, hoppa og svo framvegis.  Hér förum við yfir helstu punktana sem aðgreinir þessa skó frá öðrum og lýsir því afhverju þeir henta betur: Flatur botn Með því að hafa botninn alveg flatan eða svo gott sem alveg flatan eru fæturnir í betri stöðu og ná betri spyrnu við jörðina í æfingum eins og réttstöðulyftu, jafnhendingu, axlapressum og fleiri æfingum. Stöðugleiki Þessir skór eru hannaðir til að vera…

Afhverju er ég ekki að styrkjast?

Of lítil hvíld á milli æfinga Líkaminn þarf hvíld til að styrkjast og ná sér eftir erfið átök. Ef þú ert á fyrstu skrefunum þínum í styrktaræfingum og ferð of geyst af stað og gefur líkamanum þínum ekki þann tíma sem hann þarf ti að ná sér milli æfingadaga getur það komið í veg fyrir að hann njóti góðs af æfingunni. Oft er talað um 48-72 klst þurfi að líða á milli þess að reynt sé á sama vöðvahóp. Þetta getur auðvitað verið misjafnt eftir manneskjum og reynslu þeirra sem er að æfa. Þú ert ekki að lyfta nægilega þungu Það er munur á því að lyfta 10-15 endurtekningar í hverju setti og svo 8 eða færri endurtekningar. Því færri endurtekningar, þeim mun meiri þyngd og þeim…

5 hlutir til að hafa í huga við val á Crossfit stöð

1) Staðsetning Það er ekki hægt að neita því að eitt það helsta sem ber að hafa í huga við val á Crossfit stöð er staðsetning á stöðinni sjálfri. Á höfuðborgarsvæðinu eru starfræktar 6 Crossfit stöðvar og því ættu flestir að geta fundið stöð nálægt heimili eða vinnustað. Aðrar stöðvar eru í Hveragerði, Suðurnesjum, tvær á Akureyri og ein í Vestmannaeyjum. Myndin er fengin af www.crossfit.com en á hana vantar Crossfit Kötlu í Holtagörðum. 2) Gæði þjálfunar Það sem aðgreinir Crosfit þjálfun frá því að kaupa sér hefðbundið ræktarkort er að þú ert að fjárfesta í þekkingu og reynslu þjálfaranna sem eru að kenna þér í Crossift tímanum. Gæði þjálfunar skiptir ef til vill hvað mestu máli og er mikilvægt að spurjast vel fyrir um gæði þjálfunar í…

Til Kaupmannahafnar á Regionals – Hvað skal hafa í huga?

Gisting Ef svo ólíklega vill til að þú sért ekki búin/n að verða þér úti um gistingu er tvennt í boði – gista á hótelum nálægt Ballerup Arena, þar sem keppnin er haldin,og vera þá staðsettur langt frá bænum, eða gista nálægt bænum og vera langt frá keppnissvæðinu. Hótel geta verið mjög dýr og því getur það verið þess virði að skoða vefsíðuna Airbnb og leigja íbúð í hverfum eins og Norrebro og Amager. Ath að á flestum stöðum miðsvæðis í Kaupmannahöfn þarf að borga í stöðumæla á daginn. Ekki taka leigubíl Notaðu almenningssamgöngur til að komast til Ballerup Arena ef þú gistir ekki nálægt leikvanginum sjálfum. Þægilegt er að notast við www.maps.google.dk til að sjá hvernig á að komast á leikvanginn en í flestum tilfellum er hentugast og…

8 ástæður fyrir því að þú ættir ALLS EKKI að byrja í Crossfit

1) Gætir eignast nýja vini   2) Gætir þurft að reyna of mikið á þig   3) Liðleikinn gæti mögulega aukist   4) Þyrftir stöku sinnum að fara út í fríska loftið   5) Gætir lent í því að heill hópur ókunnugra hvetur þig áfram meðan þú klárar æfingu dagsins   6) Gætir lært eitthvað nýtt   7) Fólk sem stundar Crossfit er gríðarlega ómyndarlegt   8) Klæðaburðurinn í Crossfit virðist vera gríðarlega frjálslegur  

Lyftingaskór – hvað skal hafa í huga?

Að mörgu er að huga áður en fest eru kaup á lyftingaskóm. Hér förum við yfir  þrjú helstu atriðin sem þarf að hafa í huga áður en fjárfest er í slíku pari. 1) Hæð á hæl Það helsta sem aðgreinir lyftingaskó frá öðrum skóm er að hællinn á þeim er hærri en á venjulegum skóm. Þetta er fyrst og fremst út af því að í öllum hnébeygjum, skortir flesta þann liðleika sem nauðsynlegur er til að halda fullkominni líkamsbeitingu í gegnum hnébeygjuhreyfinguna. Þetta á sérstaklega við um lyftur eins og snörun (e. snatch) og frívendingu (e. clean). Því stirðari sem manneskja er í ökklunum, því mun hærri hæl mun hún þurfa til að halda góðri líkamsbeitingu og geta farið í djúpa hnébeygjustöðu. Adidas Powerlift skórnir eru með lægsta…

Topp 10 á árinu 2015 – Youtube Rásir

Við höldum áfram talningu okkar á topp 10 hlutum á árinu 2015. Að þessu sinni eru það Youtube rásir sem allir áhugamenn um Crossfit, lyftingar og hreyfingu ættu að hafa gaman af! Flestar þessar rásir framleiða gæðaefni og eiga það sameiginlegt að birta því oft í hverjum mánuði eða viku. Til að fylgjast með þessum rásum mælum við með að vera innskráð á Youtube og smella á „subscribe“. Á forsíðunni má síðan sjá „my subscribtions“ en þar koma öll þau myndbönd sem þessar rásir hafa nýlega sett á vefinn.   Barbell Shrugged Myndbönd í lengri kantinum, viðtöl og mikill fróðleikur. Þess virði fyrir þá sem hafa mikinn áhuga og þolinmæði.      Brosciencelife Mikill húmoristi hann Dom, póstar sjaldan en þegar hann gerir það slær það yfirleitt í gegn.  …

Topp 10 Instagram aðgangar á árinu 2015

Eftirfarandi listi eru 10 helstu instagram aðgangar fyrir Crossfit áhugamenn til að fylgjast með á komandi ári. Listinn er í engri sérstakri röð.     Alec Smith – Yngri Bróðir Ben Smith www.instagram.com/AlecSmith8 "Persistence can turn failure into extraordinary achievement." -Marv Levey First time hitting a PR on my snatch in over a year. Blessed to be healthy and to be able to do what makes me happy. Here's to coming back stronger, physically and mentally. Thanks @ctkraft for the push! #crossfit #olylifting #teamPrgnx #NikeTraining @progenex @nike A video posted by Alec Smith (@alecsmith8) on Nov 7, 2014 at 2:40pm PST     Bob Harper – Þjálfari í Bandaríska Biggest Loser www.instagram.com/trainerbob Good morning. #6moredays A photo posted by Bob Harper (@trainerbob) on Dec 19, 2014 at…

1 2