• show blocks helper
      
Heim / Umfjöllun / Tollarnir farnir

Tollarnir farnir

Nú um áramótin gerðust þau stórtíðindi í íslenskri verslun að tollar af skóm og fatnaði og heyra nú sögunni til. Þessar vörur hafa hingað til flokkast undir 15% tollflokk en eftir þessar breytingar er enginn tollur af þessum vörum en þó er áfram 24% virðisaukaskattur. Þetta er gríðarlega öflugt og mikilvægt skref hjá stjórnvöldum til að styrkja innlenda verslun og gera hana samkeppnishæfari við þá erlendu.

Við höfum strax í stað ákveðið að lækka verð á fatnaði hjá okkur sem um nemur þessa tollbreytingu, þó svo að þær vörur sem við eigum á lager voru tollaðar þegar við keyptum þær inn. Á næstu vikum og mánuðum eigum við svo von á nýjum sendingum af skóm og fötum sem munu ekki vera tollaðar og munum við tryggja að það muni skila sér beint í vasann hjá viðskiptavinum okkar.

Við fögnum þessari breytingu ákaft og hlökkum til að geta boðið ykkur upp á betri verð, þjónustu og vöruúrval á komandi ári.

Kær kveðja

 

Starfsmenn Wodbúðar