• show blocks helper
      
Heim / Ráðleggingar / Topp 8 hlutir til að gefa Crossfittaranum í jólagjöf

Topp 8 hlutir til að gefa Crossfittaranum í jólagjöf

Nú þegar aðeins 15 dagar eru til jóla er ekki seinna vænna en að fara að huga að jólagjöfum. Ef þig vantar hugmynd um hvað þú getur gefið fjölskyldumeðlim, vininum eða makanum sem æfir Crossfit í jólagjöf – þá erum við nokkrar góðar og vonandi hjálplegar ráðleggingar fyrir þig.

Stærri gjafir

Lyftingaskór

Það sem flestum crossfit iðkendum vantar í æfingatöskuna eru lyftingaskór, en þeir koma yfirleitt á eftir venjulegum æfingaskóm í forgangsröðinni og því eru margir sem láta það ekki eftir sér að kaupa slíka skó. Slíkir skór koma að góðum notum í ýmsum æfingum eins og hnébeygjum, ólympískum lyftingum ofl. Skórnir ýta undir góða líkamsbeitingu, veita stöðugleika og hjálpa til þegar stirðleiki er til staðar í ökklum. 

Við mælum með:

Adidas Power Perfect

Adidas Adipower

Nike Romaleos

adidas-power-perfect-weightlifting-shoe

nike-romaleos-2-weightlifting-shoes-black-d1_1024x1024

Crossfit skór

Gott er fyrir alla crossfit iðkendur að eiga góða og stöðuga æfingaskó. Þeir skór sem henta einstaklega vel í crossfit eru skór með flötum botni, með lítilli dembun í hæl, öfugt við það sem einkennir marga aðra æfingaskó.

Mælum með:

Reebok Nano karlar

Reebok Nano konur

Nike Metcon karlar

Nike Metcon konur

ar0488_01-1

Meðalstórar gjafir

Æfingabuxur

Fyrir strákana mælum við með ICANIWILL Perform Shorts á 7.500 kr.

perform-shorts-icaniwill-side-800x800

Fyrir stelpurnar mælum við með Aim’n Hurricane Logo á 9.500 kr.

hurricane-1

Hnéhlífar

Eitt helsta hlutverk hnéhlífa er að veita góðan stuðning og hita utan um hnén í hnébeygjum. Hnéhlífar geta bæði verið notaðar fyrir þá sem glíma við hnémeiðsli en þykja líka vera góð forvörn og halda hita á  svæði hita og veita stuðning í lyftum.

Mælum með Getworkt hnéhlífunum á 9.990 kr parið.

Smærri gjafir

Fimleikaólar

Fimleikaólar er nauðsynleg eign í íþróttatöskuna þegar hendurnar eiga það til að rifna auðveldlega í upphífingum og öðrum sambærilegum æfingum. Fimleikaólarnar kosta lítið, eru þunnar og mjúkar og endast vel. Fimleikaólarnar kosta 2.490 kr. fyrir parið og fást í stærðum frá XS uppí XL.

Fimleikaólar - Nýjar

Úlnliðsstrappar

Annar mikilvægur hlutur í æfingatöskuna eru úlnliðsstrappar sem vernda úlnliðinn í æfingum eins og front squat, axlapressu, jerk og fleiri æfingum. Strapparnir fást í tveimur litum hjá okkur og kosta 2.490 kr. parið.

strappar hvítir svartir

Gjafabréf?

Veistu ekki hvað á að gefa? Við seljum einnig gjafabréf fyrir þá upphæð sem kaupandi velur sér og þannig getur einstaklingur valið sér þann hlut sem honum/henni vantar mest. 

Skildu eftir skilaboð

Netfang þitt verður ekki birt.