• show blocks helper
      
Heim / Íslandsmótið í Crossfit / Úrslit Íslandsmótsins 2015 – Spá þjálfaranna

Úrslit Íslandsmótsins 2015 – Spá þjálfaranna

Í gær birtum við niðurstöður úr könnun á Crossfit samfélaginu þar sem við spurðum samfélagið útí hver verður Íslandsmeistari í Crossfit um komandi helgi. 

Einnig tókum við púlsinn á 28 mismunandi Crossift þjálfurum þar sem við spurðum sömu spurninga og báðum þessa þjálfara að raða keppendum í toppsætin á komandi móti.

Þjálfarar staðfestu að mestu leyti það sem Crossfit samfélagið hefur spáð – Björgvin Karl og Ragnheiður Sara verða Íslandsmeistarar um helgina. Helstu breytingar eru m.a þær að þjálfarar eru á því að Sigurður Hafsteinn hreppi þriðja sætið og Jakob Daníel taki það sjötta en ekki þriðja. Kvennamegin spáðu þjálfararnir nákvæmlega það sama í fyrstu 5 sætunum og samfélagið.

Taka skal fram að við framkvæmd könnunarinnar til þjálfaranna urðu smávægileg mistök þar sem nokkur nöfn gleymdust í könnuninni. Þar má helst nefna Sólveig Sigurðar, Jóhanna Júlíu og Hildur Grétarsdóttur. Ekkert þeirra var þó í topp 5 sætunum í þeirri könnun sem þær birtust í.

——————–

Um stigagjöfina

Hver og einn þátttakandi í könnuninni gat raðað einstaklingunum upp í efstu 10 sætin. 1. sæti gaf 10 stig, 2. sæti gaf 9 stig og 10. sæti gaf 1 stig. Fullt hús stiga er því 280 stig ef allir 28 þátttakendur kusu viðkomandi einstakling í 1. sæti.

Úrslit í karlaflokki:

Þjálfaraúrslit - TOpp 5 karlar

Úrslit í kvennaflokki:

Þjálfaraúrslit - TOpp 5 konur

Nánari úrslit:

Þjálfaraúrslit - Konur Þjálfaraúrslit - Karlar