• show blocks helper
      
Heim / Umfjöllun / 2015 uppgjörsannáll hluti 1 – Bestu myndbönd Wodbúðar

2015 uppgjörsannáll hluti 1 – Bestu myndbönd Wodbúðar

Nú fer árinu 2015 senn að ljúka. Eins og oft tíðkast í árslok ætlum við að draga árið saman og rifja upp þetta helsta sem gerðist á árinu sem var að líða, hvort sem það voru innlendir eða erlendir atburðir.

Í þessum fyrsta hluta langaði okkur til þess að gera tilraun til að velja 5 bestu myndbönd Wodbúðar á árinu 2015. Allt frá því að við gerðum okkar fyrsta myndbönd, viðtal við Björk Óðinsdóttur seint á árinu 2014, höfum við lagt mikinn metnað í framleiðslu á okkar eigin efni.

Hér eru fimm bestu myndböndin okkar á árinu að okkar mati:

5) ÞYKKUR auglýsingin með honum Sigurði Hafsteini

Sigurður Hafsteinn Jónsson er vægast sagt ÞYKKURhttp://wodbud.is/a/bud/thykkur/Sjá síðuna hans:https://www.facebook.com/sigurdurhafsteinn

Posted by Wodbúð on Tuesday, April 14, 2015

4) Þröstur Ólason að taka réttstöðulyftu í Crossfit Reykjavík

Þröstur OlasonViðtal við Þröst: http://wodbud.is/a/throstur-olason-ur-kraftlyftingum-i-crossfit/Þröstur Ólason er 27 ára KR-ingur, kraftlyftari og Crossfit íþróttamaður. Þröstur hefur keppt í fjölda ár í aflraunum og kraflyftingum og á best á kraftlyftingamóti 390 kg hnébeygju, 340 réttstöðu og 255 kg bekkpressu. Nýlega byrjaði Þröstur að æfa Crossfit og keppti með liði Crossfit Reykjavíkur á heimsleikunum í Crossfit 2015. Eitt fyrsta wod-ið sem hann tók var King Kong og náði hann þremur mínútum í þeirri æfingu. Þröstur stefnir á að halda áfram að æfa Crossfit og sjá til hversu langt hann kemst í þessari íþrótt næstu árin.

Posted by Wodbúð on Thursday, August 13, 2015

 

3) Viðtalið okkar við keppendur fyrir Evrópumótið í Crossfit

Um helgina fer fram Evrópumótið í Crossfit í Kaupmannahöfn þar sem sjö íslenskar stelpur taka þátt í einstaklingskeppninni, þrír íslenskir strákar (að meðtöldum Frederik) og svo freistar Crossfit Reykjavík þess að komast á heimsleikana í júlí í liðakeppninni.Keppnin er með breyttu sniði í ár þar sem Evrópa og Afríka keppa saman í einni svæðiskeppni og eru þá fleiri sæti í boði á leikana eða samtals fimm í einstaklingskeppninni. Því er raunverulegur möguleiki á því að fimm íslenskar stelpur komast á heimsleikana í Crossfit í sumar.Við heyrðum í nokkrum af þessum sjö stelpum sem freista þess að hreppa eitt af þessum fimm sætum í Kaupmannahöfn.

Posted by Wodbúð on Thursday, May 28, 2015

2) Viðtalið okkar við Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur

1) Myndböndin frá Íslandsmótinu í Crossfit

Islandsmotid 2015 – FostudagurFyrsta deginum á Íslandsmótinu í Crossfit er lokið en wod dagsins voru:1) 800 m hlaup, gefin stig fyrir 200, 400 og 800m tíma.2) 30 Handstöðupressur – Sleðaferð – 30 Dumbbell Squat Snatch – Sleðaferð – 30 Handstöðupressur Hér erum við með smá myndbrot frá þessum fyrsta degi af þremur.

Posted by Wodbúð on Friday, November 13, 2015

Islandsmotid 2015 – LaugardagurLaugardeginum á Íslandsmótinu í Crossfit er lokið en þá voru þrjú wod tekin.Hér er smá myndbrot af deginum sem við bjuggum til.

Posted by Wodbúð on Saturday, November 14, 2015

Islandsmotid i Crossfit – SunnudagurVið viljum þakka öllum sem kíktu til okkar á básinn okkar í Digranesi um helgina. Jafnframt viljum við óska Katríni Tönju og Björgvin Karli til hamingju með Íslandsmeistara titilinn sinn.Hér er síðasta myndbandið okkar frá helginni og við vonum að þið hafið haft gaman af þeim.Á sunnudeginum voru tekin fimm wod:1) 3rm shoulder to overhead2) 3 mín max kalóríur á assault bike3) 6 mín amrap30 DU10 C2B5 sandpoka köst yfir öxl4) 3 mín max kalóríur á assault bike 5) 9/6/3 Deadlift, upphækkandi þyngdirOverhead squat, upphækkandi þyngdir.Ath: Wod 2-4 voru tekin í röð án pásu, 50+100+50 stig voru í boði fyrir þau.http://www.wodcast.com/OnlineEventLeaderboardPage.php?affiliateID=93669&eventID=1160

Posted by Wodbúð on Monday, November 16, 2015