Björgin Karl og Crossfit Games

Björgvin Karl Guðmundsson tryggði sér þátttökurétt á Crossfit Games í sumar með þriðja sæti á evrópuleikunum í Crossfit í Kaupmannahöfn. Síðan þá hefur Björgvin æft af krafti uppí Crossfit Hengli í Hveragerði og vinnur á hverjum degi í að auka þolið sitt svo hann sé tilbúinn í að mæta átrúnaðargoði sínu Rich Froning á keppnisgólfinu eftir tvær vikur.

Hvenær settir þú þér markmið um að komast á heimsleikana?

Í upphafi var það einungis draumur, maður horfði á þessa gaura lyfta svo miklu meira en maður sjálfur, klára æfingar á rugluðum tíma og líta hrikalega vel út. Það var eiginlega ekki fyrr en ég komst almennilega á skrið og kláraði Evrópumótið 2013 sem ég hugsaði með sjálfum mér að þetta væri alveg mögulegt, síðan þá hef ég verið all-in í öllu sem ég geri.

Hvernig var tilfinningin eftir síðasta WOD-ið í Kaupmannahöfn þegar í ljós kom að sá draumur hefði orðið að veruleika?

Ég veit það eiginlega ekki, þetta var allt frekar óljóst en samt svo gott. Ég naut þess í botn að vera þarna úti á gólfinu, búinn að tryggja mér miða til Carson.

Bjöggi 1

Hvernig hafa æfingar gengið siðustu vikur fyrir leikana?

Þær hafa gengið mjög vel, erfiðara heldur en allt sem ég hef nokkurn tímann gert. Ég hef ekki haft neinn tíma til þess að hugsa um neitt annað, sem er rugl gaman!

Hefur þú haft einhverjar öðruvísi áherslur í æfingum heldur en fyrir evrópuleikana?

Ég hef verið að leggja áherslu á að byggja upp “motor” eða “engine”, en það er það sem ég þarf mest á að halda.

Komdu með dæmi um Wod sem þú hefur tekið nýlega sem var hannað til þess að byggja upp þolið þitt.

Til dæmis um daginn kom 40 mínútna EMOM sem innihélt: 1. mínúta 5 pull ups, 10 armbeygjur, 15 hnébeygjur. 2. mínúta 5 clean+jerk @ 70 kg touch n’ go 3.mínúta 3 bar muscle ups, 6 hspu, 9 kb swing 32 kg 4. mínúta 5 touch n’ go power snatch @ 70 kg.

Þetta var endurtekið þangað til 40 mínútur voru liðnar.  Næsta WOD var 3 klst síðar en það var 10 umferðir 400 m hlaup + 15 wall balls með 2 mínútna pásu eftir hverja umferð.

Björgvin-4

 

Nú hefur Dave Castro, umsjónarmaður leikanna tilkynnt að fyrsta wodið verði á strönd, óljóst er hvort það verður sund eða eitthvað annað. Hvernig er sundið hjá þér? Hefur þú verið að æfa það?

Að sjálfsögðu, ég syndi allavega 2x í viku. Hlakka til að takast á við það.

Erik Lau Kelner frá Danmörku hefur verið þjálfarinn þinn núna í meira en ár. Mundiru þú segja að vera með þjálfara sé mikilvægt fyrir þá sem stefna á að komast á leikana?

Það hefur marg sannað sig að það lærir enginn Ólympískar lyftingar uppá eigin spýtur, þú þarft alltaf einhvern til þess að ýta þér í rétta átt, það er svo auðvelt að villast og koma upp allskonar ósið í þeim efnum. Erik hefur gert mér kleift að æfa mjög hart en samt skynsamlega. Þannig já ég myndi segja að þú þurfir einhverskonar leiðbeiningu ef þú ætlar að komast á Games (segir Björgvin brosandi).

Björgvin-5

 

Hvaða hlutverki hefur hann gegnt hjá þér í æfingum?

Hann sér um allan minn “weightlifting game” í Crossfit, hvort sem það er high rep power clean eða 1RM snörun.

Hvað með annað eins og WOD-in, fimleikaæfingarnar eða annað, sérð þú þá alfarið um það sjálfur eða koma aðrir að því?

Nei, ég hef verið að fylgja Jami Tikkanen, þjálfaranum hennar Anníe en hann prógrammerar núna fyrir mig sérstaklega. Ég er líka duglegur að æfa mig í því sem mér finnst ég þurfa að bæta mig í, það er alltaf gaman að bæta sig og maður getur alltaf unnið í einhverju.

Björgvin-12

 

Nú hefur Rich Froning lengi verið átrúnaðargoð hjá þér. Hvernig er tilfinningin að stíga á stóra sviðið á móti honum?

Ég hreinlega get ekki gert mér grein fyrir því hvernig ég á eftir að bregðast við þegar það kemur að því að sjá hann, hvað þá að keppa á móti honum. Þessi maður hefur verið ástæðan fyrir því að ég vakna upp á morgnanna fullur af þrá í að æfa!

Hvaða væntingar gerir þú til árangursins hjá þér á leikunum?

Það er ómögulegt að segja eins og staðan er í dag þar sem ég hef aðeins séð örlítið af því sem kemur á leikunum, en það sem ég ætla að gera er mitt allra besta. Sýna fólki að ég er fyrirmyndar íþróttarmaður, ég mun fara all-in eins og alltaf!

Ertu með einhver draumawod í huga?

Mjög high skills gymnastics ásamt þungum ólympískum lyftingum, reyndar elska ég chippera líka!

Scroll to Top