Jason Khalipa og Norcal Stórveldið

Sjöfaldur þátttakandi á heimsleikunum í Crossfit, Jason Khalipa, er ekki síður klókur viðskipta- og athafnamaður sem og fær íþróttamaður. Khalipa er einn sá eftirtektarverðasti og litríkasti Crossfit keppandi síðustu ára, vann leikana árið 2008 og hefur verið á palli síðustu tvö ár.

 

Khalipa 1

Þó svo að verðlaunaféð sem stendur Crossfit keppendum til boða á heimsleikunum hafi aukist gríðarlega síðustu ár, hefur því mestmegnis verið dreift á efstu þrjú sætin sem veldur því að tekjur þeirra sem hafa stundað Crossfit íþróttina síðustu ár hafa verið óstöðugar og litlar fyrir þá sem eru ekki endurtekið í efstu sætunum.

Þetta gerði Jason Khalipa sér grein fyrir, fyrir nokkrum árum, og hefur unnið að því að tryggja framtíð sína fjárhagslega með öðrum hætti en að reiða á Crossfit Games verðlaunafé. Í dag er  Khalipa eigandi yfir 16 mismunadi Crossfit stöðva sem hann ýmist rekur undir Norcal merkinu eða í samstarfi við ýmis fyrirtæki eins og Linkedin eða HGST.

Khalipa 2

Norcal Crossfit

– 4 stöðvar, San Jose, Redwood City, Santa Clara og Mountain View

– $220 mánaðargjald (25.000 ISK)

– Stærsta stöðin yfir 2700 fermetrar

Í Norcal Crossfit San Jose má finna veglega verslun

Khalipa 3

Khalipa 4

HGST Fitness

– 9 stöðvar

– Stöðvarnar yfirleitt staðsettar á stórum skrifstofum hjá fyrirtækinu

– HGST er í eigu Western Digital sem framleiðir harða diska fyrir tölvur

– Meðal annars rekur Khalipa stöðvarnar á Filipseyjum, Tælandi, Kína og Malasíu

Norcal Crossfit CH Reynolds

– 100 manna tæknifyrirtæki

– Ein  stöð í höfuðstöðvum fyrirtækisins

Að auki er Khalipa með tvær minni staðsetningar hjá Linkedin og eina hjá Western Digital.

Hann með sér fjölmennt fylgdarlið og setti upp rækilegan bás á Crossfit Invitational í Berlín 2013

Khlaipa 5

Fatnaður í boði Jason Khalipa og Norcal Crossfit

http://norcalcrossfitapparel.com/

Áhugaverð myndbönd:

 

Scroll to Top