Heim / Archive by Category "Prófíll"

Archives

Æfing ársins: Byggja sumarhús

Ingvar Þór Gylfason er 33 ára verkfræðingur frá Háskóla Íslands og starfar við forritun hjá fyrirtækinu LS Retail. Ingvar er einnig Crossfit þjálfari og starfaði í Crossfit Reykjavík frá árinu 2012-2014 og hefur stundað Crossfit frá árinu 2010. Í dag æfir hann í CrossFit Kötlu undir handleiðslu Ómars Ómars en þeir hafa verið vinir frá unglingsaldri. Hreyfing, heilsa og útivist getur tekið á sig hina ýmsu mynd og er ekki einungis bundin við að lyfta lóðum, gera burpees eða hlaupa með drykkjarbelti utan um mittið í óbyggðum. Ingvar ásamt Ella félaga sínum ákvað að nota hreysti sitt og kljást við nýja tegund af áskorun, byggja heilan sumarbústað frá grunni og hafa þeir verið að takast á við það verkefni í öllum sínum frítíma frá febrúar mánuði…