Heim / Archive by Category "Umfjöllun"

Archives

Tollarnir farnir

Nú um áramótin gerðust þau stórtíðindi í íslenskri verslun að tollar af skóm og fatnaði og heyra nú sögunni til. Þessar vörur hafa hingað til flokkast undir 15% tollflokk en eftir þessar breytingar er enginn tollur af þessum vörum en þó er áfram 24% virðisaukaskattur. Þetta er gríðarlega öflugt og mikilvægt skref hjá stjórnvöldum til að styrkja innlenda verslun og gera hana samkeppnishæfari við þá erlendu. Við höfum strax í stað ákveðið að lækka verð á fatnaði hjá okkur sem um nemur þessa tollbreytingu, þó svo að þær vörur sem við eigum á lager voru tollaðar þegar við keyptum þær inn. Á næstu vikum og mánuðum eigum við svo von á nýjum sendingum af skóm og fötum sem munu ekki vera tollaðar og munum við tryggja…

2015 uppgjörsannáll hluti 1 – Bestu myndbönd Wodbúðar

Nú fer árinu 2015 senn að ljúka. Eins og oft tíðkast í árslok ætlum við að draga árið saman og rifja upp þetta helsta sem gerðist á árinu sem var að líða, hvort sem það voru innlendir eða erlendir atburðir. Í þessum fyrsta hluta langaði okkur til þess að gera tilraun til að velja 5 bestu myndbönd Wodbúðar á árinu 2015. Allt frá því að við gerðum okkar fyrsta myndbönd, viðtal við Björk Óðinsdóttur seint á árinu 2014, höfum við lagt mikinn metnað í framleiðslu á okkar eigin efni. Hér eru fimm bestu myndböndin okkar á árinu að okkar mati: 5) ÞYKKUR auglýsingin með honum Sigurði Hafsteini Sigurður Hafsteinn Jónsson er vægast sagt ÞYKKURhttp://wodbud.is/a/bud/thykkur/Sjá síðuna hans:https://www.facebook.com/sigurdurhafsteinn Posted by Wodbúð on Tuesday, April 14, 2015 4)…

Markaðshlutdeild Crossfit stöðva og meðalþyngd í hnébeygju

Fyrir skömmu settum við til gamans inn könnun á Fésbókarhópinn „Crossfit á Íslandi“. Könnunin var einungis gerð af forvitnissökum og ekki fyrir neina sérstaklega hagsmunaaðila á Íslandi eins og Crossfit stöðvarnar sjálfar. Í könnuninni spurðum við ýmsa spurninga eins og hvar meðlimir hópsins æfðu Crossfit (eða ekki), hvað þeim þætti mikilvægast við val á Crossfit stöð, hversu oft svarendur mæta í viku og einnig hver sé mesta þyngd sem þáttakendur hafa tekið í hnébeygju Hér birtum við fyrstu niðurstöðurnar og verða þessar bloggfærslur því tvær talsins með helstu niðurstöðum. Alls svöruðu 442 einstaklingar könnuninni. Það er ljóst að Crossfit Reykjavík er lang stærsta Crossfit stöð landsins með rúmlega þriðjung allra iðkenda á Íslandi. Því er ekki fjarri lagi að áætla að yfir þúsund manns æfi í…

Meðalaldur Crossfit keppenda á niðurleið

Um leið og undirritaður dáðist að árangri Íslendinga á heimsleikunum í Crossfit og horfði upp á þjóð sína hirða 50% af pallsætum í einstaklingkeppninni, komst hann ekki hjá því að taka eftir einu. Meðalaldur kvenkyns keppenda á pallinum var 22 ára! Við nánari athugun reyndist meðal aldur keppenda í karlaflokki á pallinum vera 24 ára. Hjá konunum voru þær allar 22 ára gamlar en Björgvin Karl er 22 ára og Mat Fraser og Ben Smith báðir 25 ára (skv. Games prófílnum þeirra rétt eftir heimsleikana). Er þetta lár meðalaldur? Eða er þetta í takt við það sem hefur verið síðustu ár á heimsleikunum í Crossfit? Er Crossfit að verða sport fyrir 25 ára og yngri eða eiga þeir sem eru að nálgast þrítugsaldurinn einhvern séns lengur? Hvernig hefur…

6 eftirminnilegustu hlutirnir frá heimsleikunum í Crossfit

6) Þröstur Ólason að bera Önnu Huldu   Anna Hulda var að glíma við eymsli í baki og þá tók Þröstur sig til og nánast lyfti 250 kg x 21 reps eins síns liðs og bar síðan Önnu Huldu í mark eftir æfinguna. 5) Snorri Björnsson og snapchat rásin   Snorri sá um að halda landanum vel upplýstum um gang mála.   4) Björgvin Karl með sigur í Murph   Hinn rétt rúmlega 22 ára Stokkseyringur sýndi Bandaríkjamönnunum hvernig á að hlaupa, hífa sig upp og taka armbeygjur í vesti í 30 stiga hita og sól. 3) Sara Sigmundsdóttir – nýliði beint í þriðja sætið! Þvílík byrjun hjá þessum íþróttamanni að ná þriðja sæti í sinni fyrstu tilraun á heimsleikunum í Crossfit   2) 50% íslenskur…

Crossfit Games tímabilið að hefjast

Næstkomandi föstudag verður fyrsta Open wodið tilkynnt á 2015 keppnistímabilinu. Í ár var gerð sú breyting að margar svæðiskeppnir voru sameinaðar í þeim tilgangi að fækka þeim og auka samkeppnina að komast á „regionals“ og Crossfit Games. Þetta hafði þau áhrif að Evrópa og Afríka voru sameinuð í eina svæðiskeppni sem haldin verður í Kaupmannahöfn 29-31. maí næstkomandi. Efstu 30 keppendurnir frá Evrópu og efstu 10 keppendur frá Afríku í Open komast til Kaupmannahafnar til að berjast um 5 farmiða á Crossfit Games í sumar. Þar sem Afríka hefur haft mun lakari keppendur undanfarin ár en Evrópa þýðir þetta í rauninni að evrópskum keppendum stendur til boða 5 sæti til að komast til Kaliforníu í sumar sem eru frábærar fréttir fyrir íslenska keppendur – sérstaklega…

Frá netinu í verslun

Margt hefur runnið til sjávar síðan netsíðan www.wodbud.is hóf göngu sína fyrir um rúmum tveimur árum síðan í október 2012. Á þessum skamma tíma höfum við farið úr því að bjóða aðeins upp á örfáar tegundir af skóm upp í það að vera með eitt mesta úrval af lyftingaskóm á Íslandi (fyrir utan skósafnið hjá Árna Birni), með opna verslun 19,5 klukkustundir í viku og sífellt aukið úrval af æfingafatnaði og fleira. Við höfum gert þetta með því að leggja hart af okkur, reynt að þjónusta viðskiptavini okkar eins vel og hægt er og fara hægt í sakirnar og stækkað jafnt og þétt yfir árin. Framundan hjá okkur á næstu vikum og mánuðum er einfaldlega að auka vöruúrval, bæta við æfingafatnaði, hnéhlífum, æfingaskóm og öðrum æfingavörum. Við hlökkum til að…

Topp 10 á árinu 2015 – Youtube Rásir

Við höldum áfram talningu okkar á topp 10 hlutum á árinu 2015. Að þessu sinni eru það Youtube rásir sem allir áhugamenn um Crossfit, lyftingar og hreyfingu ættu að hafa gaman af! Flestar þessar rásir framleiða gæðaefni og eiga það sameiginlegt að birta því oft í hverjum mánuði eða viku. Til að fylgjast með þessum rásum mælum við með að vera innskráð á Youtube og smella á „subscribe“. Á forsíðunni má síðan sjá „my subscribtions“ en þar koma öll þau myndbönd sem þessar rásir hafa nýlega sett á vefinn.   Barbell Shrugged Myndbönd í lengri kantinum, viðtöl og mikill fróðleikur. Þess virði fyrir þá sem hafa mikinn áhuga og þolinmæði.      Brosciencelife Mikill húmoristi hann Dom, póstar sjaldan en þegar hann gerir það slær það yfirleitt í gegn.  …

Rýnt í tölurnar í kvennaflokki

Eftir 4 daga hefst Íslandsmótið í Crossfit. Fyrir stuttu rýndum við í tölurnar í karlaflokki og nú er það komið að efstu 10 í kvennaflokki miðað við spá Crossfit þjálfara landsins. Búið er að gefa út að í ár verður snörunarstiginn endurtekinn frá árinu 2012 . Því er forvitnilegt að skoða þessar tölur með það í huga en meðalþyngdin í snörun hjá efstu stelpunum er um 76 kg sem er eflaust 5-10 kg hærri en fyrir tveimur árum. Katrín Tanja og Ragnheiður Sara eru líklegastar í þessari grein þar sem þær eru báðar með yfir 80 kg í snörun en Katrin Tanja á 84 í svokallaðri “high hang” snörun en 82,5 frá gólfi. Fæstar stelpurnar virtust muna eftir, eða eiga tiltölulega nýlegan hlaupatíma en fyrsta greinin á mótinu…

Vika í Íslandsmót – rýnt í tölurnar í karlaflokki

Nú þegar rétt rúm vika er í Íslandsmótið í Crossfit þá ætlum við að fylgja eftir þjálfarakosningunni þar sem Crossfit þjálfarar landsins röðuðu einstaklingum upp í efstu 10 sætin á komandi móti. Ath: Þegar talað verður hér um topp 10 og svo framvegis er verið að vísa í spá þjálfaranna á úrslit mótsins. Við gerðum smá könnun á helstu tölum hjá efstu 11 keppendum í karlaflokki tli að geta rýnt aðeins betur í tölurnar hjá þeim. Tveir keppendur í topp 10 munu ekki taka þátt – Frosti Gylfason sem hefur verið að glíma við meiðsl og Jón Þór Þorvaldsson úr Crossfit Hafnarfirði sem verður staddur erlendis þegar mótið er. Hér í töflunni fyrir neðan má sjá helstu niðurstöður:   Miðað við fyrri spá þjálfaranna í karlaflokki virðist…

1 2