Heim / Archive by Category "Viðtöl"

Archives

Þrjár kynslóðir saman í Crossfit

Nýverið lauk undankeppninni fyrir Íslandsmótið í Crossfit þar sem mörg hundruð manns tóku þátt. Á Akureyri tóku þær Selma, Ólöf Maren og Ólöf Magnúsdóttir þátt en þær skipa þrjár kynslóðir af fjölskyldu sinni, Ólöf Maren 13 ára, Selma 33 ára og Ólöf eldri 54 ára. Selma Malmquist er fyrrum markmaður hjá KA í handboltanum og snéri sér að Crossfit eftir að handbolta ferlinum hennar lauk. Dóttir hennar Ólöf Maren byrjaði 10 ára gömul að stunda Crossfit og keppti m.a nýverið á landsmóti í ólympískum lyftingum. Ólöf eldri fór úr því að hafa aldrei stundað neina íþrótt yfir í það að byrja í Crossfit, taka þátt í Crossfit Games Open og undankeppni Íslandsmótsins í Crossfit. Við tókum tali af Selmu og spurðum útí Crossfit iðkunina hjá…

Þröstur Ólason, úr kraftlyftingum í Crossfit

Þröstur Ólason er 27 ára gamall Reykvíkingur, kraftlyftingamaður og Crossfit íþróttamaður. Þröstur hefur keppt í kraftlyftingum og aflraunum í mörg ár en hefur nýverið snúið sér að Crossfit og er því meðal sterkustu Crossfit iðkennda landsins. Þröstur keppti með liði Crossfit Reykjavíkur á heimsleikunum í Crossfit í júlí, togar enn þann daginn í dag 300 kg + í réttstöðulyftu og stefnir ekki á það að láta sig hverfa frá keppnis crossfitti á Íslandi.   Hvenær byrjaðir þú í kraftlyftingum/aflraunum – hvort æfðiru meira? Mín fyrsta keppni var Íslandsmeistaramót í réttstöðulyftu sumarið 2009 en fyrir það var ég búinn að stunda lyftingar í nokkra mánuði. Ég æfði kraftlyftingar mun meira enda var ég að upplagi kraftlyftingamaður en aflraunirnar voru æfðar yfir sumartímann enda öll aflraunamót að sumri…

Kolbeinn Elí og lyftingarnar – Framhald

Fyrir minna en 30 dögum síðan tókum við létt viðtal við Kolbein Elí Pétursson, þjálfara hjá Reebok Crossfit Kötlu. Þar fengum við ýmis ráð frá honum um æfingar, lyftingar og hvernig á að styrkjast. Á þeim tíma átti Kolbeinn eftirfarandi tölur í hnébeygju og framhnébeygju: Hnébeygja: 185 kg Framhnébeygja: 155 kg Í viðtalinu spurðum við Kolbein útí markmið næstu 12 mánaða.   Hvað stefnir þú á að þessar tölur verða í lok árs? Eftir 1 ár? Ef allt gengur eftir, sem ég vona að það geri, þá verð ég vonandi kominn í 235kg í réttstöðunni, 190kg í hnébeygju og 160kg í framhnébeygju fyrir áramótin, eða betra. Hef ekki verið að leggja mikla áherslu á bekkinn, en það gæti breyst. Eftir 1 ár, er markmiðið að…

Crossfit Akureyri

Það vakti mikla athygli, áhuga og forvitni fyrir nokkrum vikum þegar í ljós kom að ný Crossfit stöð er að opna á Akureyri. Crossfit Hamar hefur verið starfandi á Akureyri frá árinu 2010 og sömuleiðis var Crossfit 600 starfrækt síðast á árinu 2013 en Crossfit Akureyri stefnir á opnun í lok þessa mánaðar. Samkvæmt tölum hagstofunnar búa um 18 þúsund manns á Akureyri samanborið við 14 þúsund manns í Garðabæ, 27 þúsund í Hafnarfirði og 32 þúsund í Kópavogi en fyrrgreind sveitarfélög hafa eina starfrækta Crossfit stöð hver. Akureyringar hljóta því að vera spenntir yfir því að þrátt fyrir smæð bæjarfélagsins geti þeir brátt valið milli tveggja Crossfit stöðva. Unnar Helgason er einn af mörgum aðilum á bakvið Crossfit Akureyri. Unnar hefur búið á Akureyri í fjölmörg ár…

Æfing ársins: Byggja sumarhús

Ingvar Þór Gylfason er 33 ára verkfræðingur frá Háskóla Íslands og starfar við forritun hjá fyrirtækinu LS Retail. Ingvar er einnig Crossfit þjálfari og starfaði í Crossfit Reykjavík frá árinu 2012-2014 og hefur stundað Crossfit frá árinu 2010. Í dag æfir hann í CrossFit Kötlu undir handleiðslu Ómars Ómars en þeir hafa verið vinir frá unglingsaldri. Hreyfing, heilsa og útivist getur tekið á sig hina ýmsu mynd og er ekki einungis bundin við að lyfta lóðum, gera burpees eða hlaupa með drykkjarbelti utan um mittið í óbyggðum. Ingvar ásamt Ella félaga sínum ákvað að nota hreysti sitt og kljást við nýja tegund af áskorun, byggja heilan sumarbústað frá grunni og hafa þeir verið að takast á við það verkefni í öllum sínum frítíma frá febrúar mánuði…

Bootcamp í 10 ár

Þann 6. september næstkomandi eru 10 ár liðin frá því að tveir menn stofnuðu líkamsræktarstöðina Boot Camp. Fyrirtækið var stofnað árið 2004 af þeim Arnaldi Birgi Konráðssyni og Róberti Traustasyni og hefur það vaxið úr örfáum meðlimum í litlum sal í Skeifunni, upp í fyrirtæki með víðamikla starfsemi í 1400 fermetra rými í Elliðaárdalnum með yfir 1.000  kúnna. Dæmi um starfsemi sem má finna í Elliðaárdalnum eru hefðbundnar Boot Camp æfingar sem fyrirtækið hefur byggt að mestu leyti á, Crossfit Stöðin, styrktar- og þol tímarnir Strength & Conditioning, Grænjaxlatímar, hlaupa- og hjólahópar og fjölmargt fleira. Við tókum tal af Róberti Traustasyni, stofnanda og rekstrarstjóra Bootcamp. Segðu okkur í stuttu máli hvernig þetta byrjaði allt saman? Biggi hafði fengið boð frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur að byrja með…

Björgin Karl og Crossfit Games

Björgvin Karl Guðmundsson tryggði sér þátttökurétt á Crossfit Games í sumar með þriðja sæti á evrópuleikunum í Crossfit í Kaupmannahöfn. Síðan þá hefur Björgvin æft af krafti uppí Crossfit Hengli í Hveragerði og vinnur á hverjum degi í að auka þolið sitt svo hann sé tilbúinn í að mæta átrúnaðargoði sínu Rich Froning á keppnisgólfinu eftir tvær vikur. Hvenær settir þú þér markmið um að komast á heimsleikana? Í upphafi var það einungis draumur, maður horfði á þessa gaura lyfta svo miklu meira en maður sjálfur, klára æfingar á rugluðum tíma og líta hrikalega vel út. Það var eiginlega ekki fyrr en ég komst almennilega á skrið og kláraði Evrópumótið 2013 sem ég hugsaði með sjálfum mér að þetta væri alveg mögulegt, síðan þá hef…