Heim / Umfjöllun / Markaðshlutdeild Crossfit stöðva og meðalþyngd í hnébeygju

Markaðshlutdeild Crossfit stöðva og meðalþyngd í hnébeygju

Fyrir skömmu settum við til gamans inn könnun á Fésbókarhópinn „Crossfit á Íslandi“. Könnunin var einungis gerð af forvitnissökum og ekki fyrir neina sérstaklega hagsmunaaðila á Íslandi eins og Crossfit stöðvarnar sjálfar. Í könnuninni spurðum við ýmsa spurninga eins og hvar meðlimir hópsins æfðu Crossfit (eða ekki), hvað þeim þætti mikilvægast við val á Crossfit stöð, hversu oft svarendur mæta í viku og einnig hver sé mesta þyngd sem þáttakendur hafa tekið í hnébeygju

Hér birtum við fyrstu niðurstöðurnar og verða þessar bloggfærslur því tvær talsins með helstu niðurstöðum. Alls svöruðu 442 einstaklingar könnuninni.

Screen Shot 2015-10-01 at 22.39.27

Það er ljóst að Crossfit Reykjavík er lang stærsta Crossfit stöð landsins með rúmlega þriðjung allra iðkenda á Íslandi. Því er ekki fjarri lagi að áætla að yfir þúsund manns æfi í Crossfit Reykjavík. Crossfit Sport er elsta núlifandi stöðin og situr í öðru sæti í könnuninni. Crossfit XY er í þriðja sæti en stöðin er ein sú yngsta.

Screen Shot 2015-10-01 at 22.46.20

Þátttakendur voru spurðir útí hvaða atriði þeim þætti mikilvægast við val á stöð á skalanum 1 upp í 5 þar sem 5 er mikilvægast. Gæði þjálfara bar þar áberandi sigur úr bítum og í öðru sæti kom aðstaða en þátttakendum var frjálst að túlka aðstöðu eins og þeir vildu. Minnstu máli virtist fjarlægð frá heimili/vinnu skipta þegar kemur að val á stöð.

Screen Shot 2015-10-01 at 22.49.49

Flestir í könnuninni mæta 5 sinnum í viku eða  32%.

————————————

 

Hnébeygjur

Meðalþyngd karla í bakhnébeygju: 145.5 kg

Meðalþyngd kvenna í bakhnébeygju: 85 kg

Screen Shot 2015-10-01 at 22.54.42

Sigurvegari í óformlegri hnébeygjukeppni Crossfit Stöðva á Íslandi í

Karlaflokki: Crossfit Hamar með 169 kg

Kvennaflokki: Crossfit Akureyri með 99 kg

Það er því ljóst að norðanmenn kunna að beygja og er greinilegt að brynjuísinn gefi vel í beygjunum.

Screen Shot 2015-10-02 at 08.33.27 Screen Shot 2015-10-02 at 08.32.34

Eins og við er að búast fer meðalþyngdin lækkandi eftir aldri og hækkandi eftir fjölda skipta sem þátttakendur mæta í viku.