• show blocks helper
      
Heim / Ráðleggingar / Tvöföld sipp – Ráðleggingar frá þjálfara

Tvöföld sipp – Ráðleggingar frá þjálfara

Það að þú sért að lesa þennan texta gefur til kynna að tvöfalda sippið sé að valda þér vandræðum. Það er ekki óskiljanlegt þar sem flestir alast upp við að taka einfalt snúsnú í hádeginu í grunnskóla en aldrei tvöfalt sipp. Þessi æfing er sífelldur höfuðverkur fyrir marga en við höfðum samband við Kolbein Elí, þjálfara hjá Reebok Crossfit Reykjavík og fengum góð ráð hjá honum sem hentar byrjendum sem og lengri komum.

Við skiptum þessum punktun hjá honum upp í tvo flokka, almenn heilræði annars vegar og hvað ber að varast hinsvegar (mistök).

Mikilvægt er:

  • Að halda olnboganum nálægt líkamanum
  • Hoppa nægilega hátt
  • Nota úlnliðinn til að snúa bandinu en ekki hendina

Helstu mistökin eru:

  • Reyna að ná tvöföldum snúning með hendinni en ekki með því að beita úlnliðnum rétt
  • Hoppa þannig að lappirnar fara fram
  • Hoppa þannig að lappirnar sveigjast undir líkamann
  • Hoppa of lágt

Hraðinn liggur fyrst og fremst í beitingu á úlnliðunum í hreyfingunni. Kolbeinn mælir með því að líkaminn sé eins stífur og hægt er, amk bak og lappir. Það hljómar einkennilega að mæla með því að hoppa nægilega hátt en þótt ótrúlegt sé þá er það algengt vandamál að fólk geri sér ekki grein fyrir því að takturinn er öðruvísi í tvöföldum sippum en einföldum.

Einnig er mikilvægt að sníða bandið að sinni hæð og oft er óþægilegt að flakka á milli sippubanda sem eru í boði í líkamsræktinni. Við mælum með þessu bandi frá okkur, ódýrt og fylgir auka vír og poki með.

 

Double unders radleggingar90 sekúndur til að bæta þig í tvöföldu sippi.Áttu í erfiðleikum með tvöföldu sippin? Finnst þér þú ekki ná neinum árangri sama hversu mikið þú djöflast við að ná þessari hreyfingu?Við fengum ráðleggingar frá Kolbeini Elí, þjálfara hjá Crossfit Reykjavík fyrir byrjendur sem og lengri komna. Hvað ber að varast? Hvaða ráðleggingar hefur hann fyrir fólk?

Posted by Wodbúð on Wednesday, December 2, 2015