Bear Komplex ólarnar eru frábærar fimleikaólar sem vernda hendurnar þínar í gegnum alla æfinguna. Carbon Comp útgáfan hefur verið vinsæl tegund hjá BK í gegnum árin og er með stórum punktum í efninu sem grípur vel í stöngina.
Carbon Comp eru gerðar úr CarbonFiber/Leather sem endist vel og gefur þér mjög góða vernd þegar þú ert að gera upphýfingar eða aðrar æfingar.
Þessi útgáfa er svokölluð NOHOLE útgáfa en að hafa engar holur er oft kallað Speed grips því það gefur þér meiri hraða þegar þú ert að skipta hratt á milli æfinga.
Þeir segja að þetta séu þær ólar sem þeir hafa framleitt sem eru með besta gripinu.
Þeir segja líka að þú þurfir ekki að nota kalk með þessum ólum. Ólarnar eru með einstaklega gæðamikla og þægilega ól kringum úlnliðinn.
Sjá stærðartöflu: Hver tomma er 2.5 cm.