Glæsilegar vatnsflöskur frá Bink úr gleri og sílikoni. Með víðu drykkjaropi sem gott er að drekka úr og hægt er að fylla með klökum.
Mama Bottle er fyrsta vatnsflaskan hjá Bink sem er sérstaklega hönnuð með verðandi og nýbakaðar mæður í huga.
Það skiptir máli að huga að vatnsinntöku sinni þegar maður gengur með barn og sinnir brjóstagjöf.
Mama flaskan sýnir þér ráðlagt magn af vatni sem þú ættir að drekka á hverjum degi og veitir þér einfalda viðmiðun til að hjálpa þér að ná settu markmiði.
Mælum sérstaklega með því að bæta sílikon röri og loki við. (Lok með röri eru seld sér)
800 ml.
Má fara í uppþvottavél.
——————————
Meginmunurinn á Mama og Day Bottle eru umbúðirnar sem þær koma. Einnig má sjá utaná Mama Bottle litla sól og lítið tungl.
Kíktu á tengdar vörur hér að neðan til þess að sjá lok með röri sem passar við og aðrar frábærar vörur.