New Balance Fresh Foam X eru gríðarlega mjúkir og þægilegir skór sem henta í allskyns ævintýri. Hægt er að nota hann í utanvegahlaup, göngutúra eða bara í daglegu amstri. Skórnir anda vel og eru með einstaka New Balance Fresh Foam X efninu í sólanum sem gerir þá einstaklega mjúka. Þeir eru einnig með efni sem er styrkt að framan til að vernda tærnar þínar frá skoppandi steinum og öðru sem verður á vegi þínum.
Nýir tímar með New Balance
New Balance hafa allt verið með fremstu hlaupaskóm á markaðnum og er þessi nýja tegund engin undantekning.
Hönnunin á þeim snýst um þægindi. Þetta er hlaupaskór sem er gerður fyrir utanvegahlaup en einnig er hægt að nota hann í göngutúra eða daglegt amstur.
Prófaðu að stíga í þá og þú finnur ástæðuna fyrir því að NB hafa verið frábær kostur til að hlaupa í til margra ára.
Anda vel og létt efni
Skórnir eru hannaðir til þess að anda vel með léttu efni sem styður líka við þig.
Táverndartækni
Þegar hlaupið er utanvegar skjótast oft steinar yfir tærnar okkar þegar maður spyrnir sér áfram en þess vegna gerði New Balance efnið í þessum skóm aðeins þykkara fremst á skónum og út til hliðana.
Þetta gerir það að verkum að þú finnur meira fyrir steinum sem lenda á skónum en gerir einnig skónna endingarbetri þegar þú ert að hlaupa upp og niður utanvegar.
Vibram og tvískiptur sóli
Skórinn er með Vibram efni í sólanum sem er eftirsótt efni sem er hannað fyrir endingu og gott grip. Þetta er heimsþekkt tækni sem hefur verið þróuð til margra ára.
Margir framleiðendur eru byrjaðir að nota Vibram í skóm hjá sér.
Tvískiptur sóli gefur skónum meiri liðleika og endingu í utanvegarhlaupunum.
Efni og reimar
Efnið í skónum er aðeins þykkara en í venjulegum hlaupaskóm til að standast utanvegahlaupin en andar einstaklega vel.
Reimarnar eru góðar, styðja jafnt og vel við allan fótinn.
Hæll
Skórnir eru með 4mm drop í hælnum og ættiru ekki að finna fyrir einum einasta steini sem þú stígur á.