Nýjasta viðbótin í Metcon línunni er mætt og er þetta níundi í röðinni. Hann tekur alla góðu eiginleika Metcon 8 og gerir þá betri. Þar fremst í flokki er bæting á Hyperlift plötunni í hælnum sem hefur verið endurbætt og er efnið utan á skónum orðið sterkara. Metcon línan hefur lengi verið ein af mest notuðu skóm íþróttafólks í Crossfit og þeim sem stunda alhliða æfingar .
Sterkari og stærri
Nike hannaði nýjustu Metcon skónna með Hyperlift plötu í hælnum sem var einnig í seinustu týpu sem kom út. Hinsvegar þá er búið að gera plötuna stærri og breiðari fyrir meiri stöðugleika í erfiðum æfingum eins og split squats eða deadlifts. Það á einnig við í öllum öðrum æfingum sem reyna á neðri part líkamans. Þeir eru nokkuð stífir í hælnum en þessi stífleiki gefur þér góða tengingu við jörðina,stuðning og stöðugleika í öllum æfingum, sérstaklega í þungu lyftunum.
Öryggi og stuðningur
Reimarnar í Metcon 9 gera það að verkum að skórinn umlykur og styður við þig alla leið í kring. Það er einnig hægt að festa reimarnar undir það sem þeir kalla “lace lock system” en það er franskur rennilás sem heldur reimunum á sínum stað á meðan þú ert að æfa.
Farðu alla leið
Á hliðinni er gúmmí sem styður við þig en er einnig gert til þess að gefa þér gott grip í kaðlaklifri. Áður fyrr þegar fólk æfði t.d. Crossfit og var að gera kaðlaklifur í hlaupaskóm þá byrjaði botninn að detta af á hliðinni vegna álags, þetta efni í Metcons gerir það að verkum að þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af endingunni á efninu þótt þú takir kaðlaklifur á hverri einustu æfingu.
Endingargóðir og anda vel
Létt og sterkt efni sem vandar vel. Þetta efni er sterkara en í fyrri týpum og ættu skórnir að geta tekið á móti öllu sem er hent í þá. Hvort sem þú ert að gera kaðlaklifur, lyfta, hlaupa eða hoppa, þá geta Metcons
Metcon 9 eru einnig breiðari en týpan á undan.
Stífir að utan, mjúkir að innan
Tvöfalt lag í sólanum – Stífir að utan, mjúkir að innan – Það gerir það að verkum að þú ert með mýkt í hreyfingum en á sama tíma stöðugleika.