Pro-Tec Athletics 4.5″ Orb Massage Ball – Extreme Black

4.490kr.

Nuddboltar, þeir eru litlir en geta gert mikið gagn fyrir líkama okkar. Þeir eru fullkomnir fyrir nudd á dýpri vefjum líkamans með því að nota þína eigin líkamsþyngd gegn gólfinu eða jafnvel vegg. Þeir eru öðruvísi en nuddrúllur því það er hægt að rúlla þeim í hringlaga hreyfingar og nudda dýpra á minni svæðum til þess að losa um hnúta (e. single point myfascial release en skilgreining á því er eftirfarandi skv. Google : Myofascial pain syndrome is a long-term pain condition. It involves some muscles and the thin cover of tissue that holds muscles in place, called fascia.) Þeir eru einstaklega hentugir því þeir eru litlir og er hægt að ferðast með þá á auðveldan máta.

————————————————————————————–

Eiginleikar:

 • 11.43 cm þvermál (minni en The Orb)
 • Mjög stífur bolti sem nuddar vel djúpa vefi t.d. til þess að nudda IT bandið, aftan á læri, fremra læri, kálfa og fleira.
 • Stífari og meira nudd en venjulegi Orb boltinn
 • Möguleiki á margátta rúlltækni veitir nákvæmt nudd á sérvalda staði.
 • Gert úr eiturefnalausu EVA svampefni sem veitir stíft nudd. (e. non toxic, latex free closed cell EVA/Polyolefin foam)

Kostir djúpvefsnudds:

 • Getur minnkað vöðvaþreytu og stífleika
 • Getur hjálpað með liðleika
 • Getur hjálpað frammistöðu þinni á æfingu

Hvernig á að nota The ORB nuddbolta?

Þegar það kemur að því að nota The ORB, þá fer það eftir því hvernig þú vilt rúlla og nudda þig. Eins og þegar þú ert að borða Reese’s Peanut Butter Cup, þá er enginn röng leið nema þú farir að nudda hnéspótina fyrir aftan hné eða hrygginn sjálfan. Þú vilt í grunninn nudda vöðva og svæði sem eru stíf.

 

Nuddbolta tækni

Meðfram vöðvanum

Þegar þú rúllar meðfram vöðvanum, rúllarðu The Orb frá efsta puntki vöðvans að neðsta punkti hans og svo aftur tilbaka. Sérstaklega ef þú ert stíf/ur, þá getur þetta verið þægilegri leið til að minnka stífleika og sársauka þegar þú nuddar. Þegar þú rúllar, viltu ekki vera taka upp boltann og færa hann á milli staða, heldur frekar leyfa honum að ferðast niður vöðvann. Þetta gerir það að verkum að þú hámarkar losunina á stífa punktinum.

Gítar tæknin (e. strumming)

Önnur leið til þess að rúlla með nuddbolta, sérstaklega þegar þú ert að gera aftan á lærin og kálfana, er að nota strumming tæknina. Þú getur ímyndað þér að þú ert að spila á gítar. Þetta þýðir að þú ert að hreyfa boltann þeirri átt sem vöðvaþræðirnir liggja, hreyfandi boltan hliðar til hliðar frekar en frá uppruna hans að festingu.

Til þess að ná strumming tækninni vel, þarftu að hreyfa útlimina frá einni hlið til annarrar, þegar þú ert að gera þetta við aftara læri, sestu þá á boltann og hreyfðu fótinn þannig að boltinn rúlli frá og að miðlínu líkama þíns. Stundum er hægt að snúa mjöðminni líka til þess að ná allan hringinn í kringum vöðvann.

Að hreyfa líkamshluta sem er nálægt

Þessi tækni er notuð þegar þú vilt fá Orb boltann nálægt liðamótum. T.d. þegar þú vilt ná Orb boltanum djúpt hjá mjöðminni eða nálægt herðablaðinun. Þá viltu halda líkamanum þínum kyrrum þannig að þú ert ekki á hreyfingu eða rúllandi og hreyfir bara þann útlim sem er næst liðamótunum. Þegar þú ert að rúlla hægri mjöðmina, viltu stoppa og leyfa  hægri fætinum að “opnast og lokast” (Eins og clamshell æfingin).

Til þess að nota þessa tækni á öxlina, viltu einfaldlega hreyfa handlegginn sem er næst boltanum. Þú getur hreyft hann í allar áttir og leikið þér með það en þú finnur þannig hvað virkar best fyrir þig.

 

Aðferðir fyrir Vöðva og sérstök svæði

Hérna eru sérstök svæði og vöðvar sem þú gætir  viljað rúlla með boltanum.

Athugið að við mælum með að slá vöðvunum inn í google til að sjá nákvæmar myndir af svæðunum sem talað er um hér að neðan.

 • Glutes (rassvöðvar). Sestu á Orb með einum hluta afturenda þíns, rúllaðu svo fram og tilbaka.
 • Piriformis. Þessi vöðvi er festur frá neðri hrygg í gegnum rass og festist efst í læri. Hann hjálpar þér við nánast allar hreyfingar í neðri hluta líkamans. Færðu Orb boltann nálægt “hip divot” aftan á mjöðminni (þar sem rassvasinn er). Snúðu þér örlítið að boltanum og settu meiri pressu/þyngd á boltann. Þú getur einnig opnað og neðri fætinum í clamshell hreyfingu.
 • Aðrir djúpir snúningsnuddapunktar. Sestu á víðan stól, bekk eða borð. Settu Orb boltann rétt framhjá beinunum sem þú situr á (SITs bones), hátt uppi á aftan á lærinu þínu. Vertu viss um að hnéin þín eru beygð og þú dregur fótinn þinn í átt að og frá miðlínu líkama þíns. Þegar boltinn rúllar að innra lærinu, snúðu fætinum inn á við.
 • Aftan á læri (e. Hamstrings). Sestu á gólfið og hafðu fótinn þinn beinan. Settu Orb boltann rétt framhjá beinunum sem þú situr á (SITs bones), hátt uppi aftan á læri þínu. Þú getur rúllað beint niður aftara læri, og notað strum tækninni með því að færa fótinn að og frá miðlínu líkama þíns.
 • Kálfarnir (e. Calf muscles). Settu Orb boltann rétt fyrir neðan hnjáliðinn. Þú getur rúllað Orb boltanum beint niður aftari hluta fótisns, eða þú getur notað strum tæknina með því að færa fótinn þinn að þér og frá miðlínu líkama þíns. Persónulega finnst mér best að snúa fætinum frá mjöðminni og nudda ytri hluta kálfans.
 • Tensor fascia latae/IT bandið. Vöðvinn sem fer frá ytri hluta mjaðmar og niður fætur þína kallast Tensor fascia latae. Frá þessu er vinsæl sin sem liggur á ytri hluta fótarins, rétt framhjá hnénu þínu. Þetta er kallað Iliotibial band eða IT bandið. Sumir rúlla IT bandið, aðrir gerir það ekki vegna þess að þetta er sin. Sama hvað þú ákveður að gera, þá mælir fólk ekki með að nota strumming tæknina á þessu svæði því það gæti verið of mikið fyrir sinina.
 • Fremra læri (e. Quadriceps). Leggstu á kviðinn og settu Orb boltann rétt undir mjaðmakúluna á fremri hluta fótarins. Þú getur rúllað hvern og einn vöðva (þeir eru 4) eða þú getur notað strum tæknina og unnið þig þvert á fótinn frá einni hlið til annarar.
 • Adductors. Leggstu á kviðinn, komdu fætinum þínum fyrir þannig að hann er í 45 gráðu horni frá mjöðminni. Settu Orb boltann hátt upp við innra lærið. Vertu viss um að færa líkama þinn svo þú rúllir meðfram vöðvanum. Þú vilt ekki taka Orb boltann upp og færa hann á ny´jan stað svo þú missir mikilvægan kost þess að rúlla þetta svæði.
 • Meðfram hrygg (en alls ekki beint á hrygginn). Til þess að rúlla meðfram hryggnum, er best að standa nálægt vegg og rúlla Orb boltanum upp og niður með bakið upp við vegg. Mundu, þú vilt alls ekki rúlla beint á hrygginn. Annar kostur er að rúlla einni hlið baksins í einu meðan þú liggur á bakinu. Það getur hinsvegar verið svolítið mikið fyrir þessa vöðva og erfitt að ná góðu jafnvægi ef þú ert á liggjandi bakinu.
 • Neðri bakvöðvar (e. Low back muscles). Leggstu á bakið og settu Orb boltann rétt fyrir neðan neðsta rifbeinið. Hægt og vandlega notaði fæturna þína til þess að ýta líkama þínum meðfram gólfinu svo að Orb boltinn rúlli milli neðsta rifbeins og efst hjá mjöðminni þinni. Ef þú finnur stífan punkt, stoppaðu og andaðu djúpt inn í punktinn.
 • Pectoralis muscles. Stattu beint á móti veggnum. Settu Orb boltann hátt upp við brjóstkassa, rétt fyrir neðan viðbeinið, í línu við axlarliðinn. Þetta mun láta þér líða eins og þú sért að fara kyssa veginn en það er allt í góðu, hreyfðu boltann frá einni hlið til annars og rúllaðu pectoralis vöðvana. Passaðu að setja Orb boltann ekki of neðarlega því það gæti verið óþægilegt.

Availability: Á lager

Vörunúmer: PTOrb Extreme 4.5" Black Vöruflokkar: Tagg:

Öruggar greiðsluleiðir

Pro-Tec Athletics 4.5″ Orb Massage Ball – Extreme Black
4.490kr.

Availability: Á lager

Scroll to Top