Módel á myndum er 163 cm og er í Small.
Buxurnar eru teygjanlegar og margar stelpur taka einu númeri minna en þær nota vanalega.
Nimble tights sem slógu í gegn hjá okkur í fyrra eru loksins komnar aftur eftir margra mánaða bið. Buxurnar eru úr einstöku efni sem verður til þess að þær verða ekki gegnsæjar þó svo að mikið sé teygt á efninu. Þær veita miðlungs aðhald en mittisteygja er mjög breið og góð.
Buxurnar eru saumlausar neðst á skálmum og því er einstaklega auðvelt að brjóta upp á þær ef maður kýs að hafa þær styttri. Einnig er hægt að klippa neðan af þeim og þannig stytta þær með einu handtaki.