Viðskiptaskilmálar

1. GR. SKILAFRESTUR

Vörur keyptar í verslun:

Neytandi hefur 14 daga frá móttöku vöru til að skila vörunni að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og að henni sé skilað í upprunalegu ástandi með verðmiðanum og í óuppteknum umbúðum. Hægt er að skipta vörunni í aðra vöru eða fá inneignarnótu.

Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með, eða sönnun þess að varan hafi verið keypt síðustu 14 daga. Ef varan er með skiptimiða gildir dagsetning sem er á miða og getur verið lengri en venjulegur 14 daga skilafrestur.

Vörur keyptar í vefverslun:

Neytandi hefur 14 daga frá móttöku vöru til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og að henni sé skilað í upprunalegu ástandi með verðmiðanum og í óuppteknum umbúðum.

Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með til þess að geta fengið endurgreiðslu.

Kostnaður við að skila vörunni, s.s. sendingarkostnaður, greiðist af kaupanda.

Útsöluvörur:

Útsöluvörum fæst ekki skilað né skipt.

2. GR. VERÐ

Öll verð í vefverslun eru birt með fyrirvara um prentvillur.

Wodbúð áskilur sér rétt til að hætta við afgreiðslu pantana, s.s vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Þetta á einnig við ef um villur í reiknireglum netverslunar er að ræða.

Scroll to Top