Romaleos hefur alltaf verið ein besta línan á markaðnum í lyftingaskóm. Þetta er fjórða útgáfan af þeim sem er gefin út af Nike.
Nike Romaleos hafa gengið í gegnum margar breytingar í gegnum tíðina en Nike tóku þá ákvörðun í þetta skiptið að taka Romaleos 2 sem voru frábærir skór sem margir elskuðu og gera þá betri.
Þeir eru mjög líkir Romaleos 2 á alla máta en þeir eru með stífara efni sem gerir það að verkum að þeir styðja betur við þig í lyftingunum.
Hæðin á hælnum er 2.0 cm sem er í rauninni fullkomin hæð fyrir lyftingaskó. Ástæðan fyrir að hællinn er hár á lyftingaskóm er til þess að gefa þeim sem notar þá aukinn ökklaliðleika. Þetta gerir það að verkum að þú getur verið beinni í baki og verið í góðri líkamstöðu.
Stærðir: Nike stærðir, 0,5 stærra en Adidas og Reebok í flestum tilfellum. Sjá upplýsingar um stærðir í stærðartöflu.
Sterkir og stöðugir skór fyrir hæstu kröfur íþróttamanna
Skórnir eru hannaðir samkvæmt hæstu kröfum íþróttamanna. Þeir eru sterkir og stöðugir allan hringinn. Þeir eru með víðan, flatan sóla sem styður mjög vel við þig.
Strappar sem festa skónna á þig
Tveir strappar sem er hægt að stilla af og læsa fótinn þinn inni í skónum þegar þú ert að lyfta.
Nýttu sprengikraftinn þinn til fulls
Sólinn er stífur og stöðugur sem gerir það að verkum að ekkert af kraftinum sem þú myndar fer til spillis milli þín, skósins og gólfsins.
Stífur og víður grunnur
Stífur og víður hæll gerir skónna einstaklega stöðuga og er einnig mjög gott grip undir skónum sem nýtist t.d. þegar þú ert að gera jafnhendingu (E. clean and jerk)